Austurbakka Selfoss er veiðisvæði sem kom í sölu til okkar um mitt síðasta sumar. Svæðið er nýr spennandi kostur fyrir stangveiðimenn. Svæðið er neðan brúar og er viðbót við svæðið sem við kynntum síðasta sumar, og er ofan við brúna við Selfoss. Svæðið sem um ræðir er um 5-600 metra langt og samanstendur af flottum strengjum og fallegum breiðum. Sjá myndir að neðan.

Vitað er að mikið af laxi gengur upp með austurbakka Ölfusár, við Selfoss. Stórar netalagnir hafa verið á svæðinu sem fangað hafa mikið magn af laxi í gegnum tíðina. Veitt er með flugu á þessu svæði og heimilt er að taka 1 smálax á stöng á dag.

Seldar eru 2 stangir saman í pakka, sem veiða neðan brúar en ein auka stöng fylgir með sem má veiða ofan við brú. Veiðimenn mega hinsvegar ekki vaða útí Ölfusá ofan brúar – veitt skal af bakka.

Verði veiðileyfa er stillt í hóf, kr. 19.900 stangardagurinn.

Hérna má sjá lausa daga.