Á sunnudaginn, 25. ágúst 2013, er opinn veiðidagur í Hlíðarvatni í Selvogi. Þá gefst öllum veiðimönnum kostur á að koma í vatnið og veiða án endurgjalds. Fulltrúar frá þeim félögum sem fara með veiðirétt í vatninu, verða á staðnum og leiðbeina um flugur, veiðiaðferðir og veiðistaði. Allir eru velkomnir.

Veiðin hefur verið fín í vatninu að undanförnu og mikið líf. Vænar bleikjur hafa veiðst undanfarna daga og sumir veiðimenn hafa náð allt uppí 20 bleikjum á dag. Leyfilegt agn í Hlíðarvatni er fluga og spúnn.

[email protected]