Elliðavatn opnaði í dag, fyrsta sumardag, eins og almennt er háttur á. Morguninn var kaldur fyrir þá veiðimenn sem vöknuðu til að kíkja í vatnið. Við frostmark var þegar þeir fyrstu mættu á svæðið en örlítið hlýnaði þegar leið á morguninn og undir hádegi var hitastigið komið í ca. °4. Hitastig vatnsins var lágt, á bilinu 2 til 3 gráður.

Ekki voru þeir margir veiðimennirnir sem reyndu fyrir sér í morgun, en þeir voru fleiri sem gerðu sér ferð upp að vatninu til að fylgjast með gangi mála. Eins og menn vita þá er Elliðavatnið nýjasti meðlimur Veiðikortsins 2013. Myndirnar með fréttinni fengum við lánaðar á Facebook síðu Veiðikortsins. Þar má finna fleiri myndir.

Þó engin mokveiði hafi verið í dag, þá komu þó nokkrir urriðar á land. Halldór Gunnarsson er á myndinni hér að ofan en hann tók þennan flotta urriða í morgun og annan til sem viktaði um 2,5 pund.

Það er ljóst að um leið og hlýnar og sumarið kemur af alvöru, þá mun þeim fjölga veiðimönnunum sem standa á bökkum Elliðavatns, daglangt. Við minnum á að þeir sem eru á póstlista veiða.is fá Veiðikortið á BETRA verði.

{gallery}opnunellidav{/gallery}

[email protected]