Litlaá í Kelduhverfi opnaði við erfiðar aðstæður í gær – Stefán Hrafnsson og félagar veiddu ána þennan fyrsta veiðidag ársins og sögðu ána að mestu óveiðandi frá ræsi og niður á Brunnarábreiðu vegna ís og Krapa. Kalt og hvasst var við ána og töluverður skafrenningur. 32 fiskar komu á land, flestir flottir og pattaralegir, þeir stærstu um 70 cm.

Fyrir þá sem verða á ferðinni fyrir norðan nú í apríl eða í maí, þá eru nokkrir lausir dagar í ánni. Sjá myndir frá gærdeginum hér að neðan.

 

{gallery}opn2015{/gallery}

[email protected]