Við sögðum frá því í byrjun Júní að ein fallegasta laxveiðiá landsins, Flekkudalsá á Fellsströnd í Dalasýslu, væri í útboði. Nú er búið að opna þau tilboð sem bárust. Hæsta tilboðið sem barst var frá félagi í eigu Einars Lúðvíkssonar en það hljóðaði uppá rúmar 8 milljónir króna. Tvö tilboð önnur voru ekki langt frá tilboði Einars.

 

Eins og margir vita þá hefur Flekkan í nokkur undangengin ár verið í höndum hins Svissneska Doppler. Veitt er á 3 stangir í Flekkudalsá en meðalveiði áranna 2002-2008 var 242 laxar skv. angling.is. Ekki er þar að finna nýlegri tölur.

Einar Lúðvíksson er ekki nýgræðingur í leigu á laxveiðiám. Hann er einnig með Miðá í Dölum, Eystri Rangá, Affallið og Þverá í Fljótshlíð á sínum snærum.

[email protected]