Frestur til að skila inn tilboðum í Mýrarkvíslina rann út nú um helgina. Stjórn veiðifélagsins mun gefa sér tíma til að fara yfir tilboðin og ekki gefa neitt út fyrr en eftir félagsfund sem ráðgert er að halda á næstu dögum. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum í ánna.

Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri.

Í útboðslýsingu Mýrarkvíslar var gerð ráð fyrir nokkrum breytingum á veiðifyrirkomulagi árinnar. T.d. var gert ráð fyrir að öllum laxi yrði sleppt aftur í ánna aftur, að eingöngu yrði veitt á flugu og svo var í lýsingunni gert ráð fyrir að hús stæði veiðimönnum til boða, ólíkt því sem áður hefur verið. Þeir þrír aðilar sem buðu í Mýrarkvíslina koma frá Akureyri og af austurlandi. Veiði í Mýrarkvíslinni í sumar var frekar lítil.

Verð veiðileyfa í Mýrarkvísl hefur hækkað töluvert síðustu ár, líkt og annar staðar á landinu, þó svo að engar hækkanir hafi orðið í tíð fráfarandi leigutaka. Tilboðin sem bárust í kvíslina nú benda til þess að nokkrar lækkanir geti orðið á verði veiðileyfa, ef eitthvað af fyrirliggjandi tilboðum verður tekið. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir ca. 2 vikur.