Ósasvæði Laxá á Ásum opnaði um helgina en svæðið er nú veitt á stöng með skipulögðum hætti í annað sumarið í röð. Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og er eingöngu veitt á flugu. Í gegnum þetta ósavæði fer allur fiskur sem er á leið uppí Vatnsdalsá, Laxá á Ásum og veiðisvæðin þar fyrir ofan eins og t.d. Fremri Laxá. Veiðin byrjaði vel en 10 birtingar komu á land og nokkrar bleikjur að auki. Mikið líf var í ósnum og spennandi tími fram undan fyrir þá sem eiga daga þar á næstunni.

Eftir frábæra reynslu af svæðinu í fyrra var eftirspurning í ár mjög góð. Einn dagur er óseldur í maí, tveir  í júní og 4 í Júlí. Hér má finna upplýsingar um lausa daga á þessu frábæra svæði.

[email protected]