Laxá á Refasveit á upptök í Laxárdal og er alls um 22 km að lengd. Áin fellur í sjó nokkuð norðan við Blönduós. Meðalveiði áranna 1974 til 2011 eru 146 laxar. Metveiði var sumarið 2009 þegar 340 laxar komu á land.
Veiði hófst í Laxá á Refasveit þann 1. júlí. Í opnunarhollinu komu 20 laxar á land. Mikið af fiski var mættur í ánna og var hann vel dreifður um alla á. Stór hluti þeirra fiska sem komu á land í byrjun júlí var vænn 2ja ára fiskur. Þegar leið á júlí dróg úr veiðinni þó svo að stöku skot hafi komið. Engar stórar síðsumarsgöngur komu í ánna en þrátt fyrir það er lokatalan vel yfir meðalveiði árinnar. Samtals komu 200 laxar á land og þar af komu tæplega 40 í september. Í sumar veiddist meira af bleikju og urriði í Laxánni en mörg undanfarin ár.
Veitt er á 3 stangir í Refasveitinni fram af sumri en þegar fer að hausta er stöngunum fækkað í tvær. Leyfð er veiði á flugu og maðk