Laxá á Refasveit á upptök sín í Laxárdal og er alls um 22 km að lengd. Áin fellur í sjó nokkuð norðan við Blönduós. Meðalveiði áranna 1974 til 2008 var 132 laxar. Síðustu 3 sumur hafa verið metár í ánni en í fyrra veiddust 290 laxar. 2010 veiddust 320 laxar og sumarið 2009 veiddust í ánni 340 laxar.

 

Í sumar höfum við reglulega birt fréttir úr Refaveitinni en framan af sumri var veiðin með miklum ágætum. Strax í opnun árinnar komu 20 laxar á land og var þá fiskurinn búinn að dreifa sér um alla á, langt uppá fjall. Þegar leið á júlí dróg svolítið úr veiðinni þó svo að hún sé yfir meðallagi þetta sumarið. Í dag eru ca. 160 laxar komnir á land og líklegt að lokatalan verði nálægt 200 löxum. Eins og víða hefur sést þá hefur hlutfall 2ja ára fisksins verið hærra en oft áður, þó endanlega eigi eftir að reikna það út. Í sumar hefur einnig veiðst meira af bleikju og urriða í Laxá á Refasveit heldur en mörg undanfarin ár.

Veitt er á 3 stangir í Refasveitinni framan af sumri en 2 stangir þegar fer að hausta. Leyfði er veiði á flugu og maðk.