Flestir veiðimenn þekkja mikilvægi þess að vera með góða myndavél meðferðis við veiðar. Auðvitað fara margir símar langt í það að standa góðum myndavélum snúninginn en það eru ekki allir sem tíma að nota þá ef veður er vott eða aðstæður erfiðar. Við höfum prófað all margar myndavélar og sumar hafa reynst æði vel. Ein vél hefur þú reynst okkur betur en aðrar, en það er vél frá Nikon, „coolpix AW120“.
Vélin er högg, vatns- og frostheld og gefur hún góður myndir undir yfirborðinu. Svo skemmir ekki fyrir að hún er með innbyggt WiFi og því auðvelt að deila myndum úr henni í gengum símann, þegar uppí veiðihús er komið. Við mælum með þessari vél.