Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu er ein albesta urriðaá landsins. Reykjadalsá er í Reykjadal sem er næsti dalur við Aðaldal. Veiðisvæði árinnar er um 35 km og er því rúmt um þær 6 stangir sem að hámarki veiða ána dag hvern. Gríðarlegt magn urriða veiðist í Reykjadalsá og má segja að áin sé svo sannarlega smíðuð fyrir fluguveiðimanninn/konuna, með mjög fljöbreytta hylji og strengi. Margir segja ána vera paradís fyrir þurrfluguveiðimanninn, en oft er þó betra að veiða hana andstreymis með púpum eða þá jafnvel með straumflugum. Ekki veiðist eingöngu urriði í ánni því á hverju sumri veiðast amk. nokkrir tugir laxa í henni en Reykjadalsá tengist saman við Laxá í Aðaldal efst á Nessvæðinu, í gegnum Vestmannsvatn og Eyvindarlæk. Hér inni á veiða.is má finna eitt laust holl í þessa frábæru veiðiá.