Það var sagt í vetur að þetta veiðisumar yrði sumarið þar sem veiðimenn myndu sækja vötnin og silungsveiðiárnar heim í meira mæli en áður. En það var kannski ekki reiknað með að bleikjan og urriðinn myndi taka svona vel á móti veiðimönnum þetta vorið. Fleiri vænir urriðar og vænar bleikjur hafa veiðst að undanförnu en menn hafa þekkt í seinni tíð. Einn stærsti urriði sem sögur fara af í Úlfljótsvatni veiddist þar á Krókinn í gærkveldi.

Veiðimaðurinn heitir Guðleifur Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður á Suðurland FM 96,3. Gulli er einmitt einn stjórnenda veiðiþáttarins TAKAN sem hóf göngu sína í byrjun þessa mánaðar. En þetta var einmitt alvöru TAKA þegar boltinn tók Krókinn hjá honum í gær. Baráttan tók um 30 mínútur og þegar yfir lauk þá var þessi höfðingi Úlfljótsvatns svo dasaður að ekki tókst að sleppa honum aftur í vatnið. Reyndist hann vera rétt tæp 11 pund.

Síðustu vikur hafa birst fréttir af flottri veiði í Úlfljótsvatni en hluti af vatninu er einmitt inní Veiðikortinu 2013. Kortið er hægt að nálgast hér á veiða.is og kostar aðeins kr. 5.750 fyrir þá sem skráðir eru á póstlista veiða.is.

Við hvetjum alla áhugamenn um veiði að fylgjast með veiðiþættinum á Suðurland FM. Hér er þátturinn á Facebook og hérna má hlusta á upptökur af þáttunum.

[email protected]