Við rákumst á þessa frétt af stórlaxi sem veiddist fyrir austan, inni á www.strengir.is.
„Það var að fréttast að stórlax veiddist í grásleppunet austur í Norðfirði núna fyrir stuttu og HÉR má sjá myndband af ferlíkinu. Eins og sjá má var hann 114 cm að lengd og 63 cm í ummáli og líklega hrygna. Veiðimálstofnun er að rannsaka sýni úr laxinum og nánari fréttir koma svo frá þeim vonandi um uppruna hans fljótlega. Er hann norskur eða var hann kanski einn af þeim stóru á leið í Breiðdalinn?“
Ekki gleyma að kíkja á laus leyfi inni á www.strengir.is.