Fréttatilkynning
RISE FLUGUVEIÐI KVIKMYNDAHÁTÍÐ 2013
Undanfarin tvö ár hafa veiðimenn getað kæst yfir nýjum viðburði á dagatalinu sínu. RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðin var fyrst haldin í Bíó Paradís árið 2011 og er nú líkt og lóan orðin einn af þessum ljúfu vorboðum fyrir veiðimenn. Hátíðin sem nú er haldin í þriðja sinn á jafn mörgum árum er tímasett með það í huga að rífa veiðimenn og konur upp úr sófanum og í bíó til að njóta þess besta sem fluguveiði kvikmyndagerð býður uppá hverju sinni.Þetta er ekki aðeins tækifæri til að sýna sig og sjá aðra veiðimenn heldur líka hin mesta skemmtun og styttir biðina eftir veiðitímabilinu um helming.
Árið 2013 verður hátíðin haldin í Bíó Paradís, Hverfisgötu, fimmtudagskvöldið 7. Mars og hefst sýning kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00.
Í anddyri fyrir sýningu og í hléi verða fulltrúar styrktaraðila hátíðarinnar með kynningu á sinni vöru og þjónustu og því tilvalið fyrir veiðimenn að mæta snemma og skoða hvað þessir aðilar bjóða upp á.
Hið sívinsæla happdrætti verður á sínum stað í hléi en við munum sérstaklega auglýsa vinninga á Facebook síðu okkar www.facebook.com/risekvikmyndahatid
Þær myndir sem í boði eru í ár er ekki af verri endanum en stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rullu í dagskránni hjá okkur. Þær myndir sem sýndar verða eru:
The Arctic
Í The Arctic er fjallað um bleikjuveiði í Kanada og það engar smábleikjur.
http://vimeo.com/35668190#at=0
Predator
Nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media sem framleiddi m.a. The Source seríuna. Í þessari skoðar hann fiska sem éta aðra fiska. Stórir fiskar!!
https://www.youtube.com/watch?v=AefXU4rr72o
Only the river knows
http://vimeo.com/53886562
Jungle fish
Stuttmynd um ævintýraferð nokkurra fluguveiðimanna í leit að stærstu ferskvatns fisktegund í heimi.
https://www.youtube.com/watch?v=1f7qfW–udE
Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 15. Febrúar n.k. Miðaverð er kr. 2.300,-
Styrktaraðilar hátíðarinnar í ár eru: Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Veiðifélagið Hreggnasi, Lax-á, Servida &Besta, Hafið-Fiskiprinsinn, IG Veiðivörur og English Pub
Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.rise.icelandangling.com og á facebook síðu hátíðarinnar www.facebook.com/risekvikmyndahatid
Tengiliður er Stjáni Ben – [email protected] s: 867 5200