Í gær var RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíðin haldin í þriðja sinn. Tímasetning hátíðarinnar er ekki tilviljun heldur er hátíðinni ætlað að marka einskonar upphaf veiðitímabilsins sem hefst þó formlega ekki fyrr en eftir um 20 daga hér á landi. Hátíðin er einnig gott tækifæri fyrir veiðimenn til að hittast og rifja upp skemmtilegar stundir frá liðnum árum og ræða komandi veiðitímabil. Bekkir bíó Paradís voru þétt setnir þegar sýning myndanna hófst.

Myndirnar sem sýndar voru í gærkveldi voru ekki af verri endanum. Stórir fiskar var kannski þema kvöldsins og ekki endilega fiskar eins og við eigum að venjast hér á landi. Hér að neðan er hægt að kíkja á „trailera“ af þessum myndum:

The Arctic
Í The Arctic er fjallað um bleikjuveiði í Kanada og það engar smábleikjur.
http://vimeo.com/35668190#at=0

Predator
Nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media sem framleiddi m.a. The Source seríuna. Í þessari skoðar hann fiska sem éta aðra fiska. Stórir fiskar!!
https://www.youtube.com/watch?v=AefXU4rr72o

Only the river knows
http://vimeo.com/53886562

Jungle fish
Stuttmynd um ævintýraferð nokkurra fluguveiðimanna í leit að stærstu ferskvatns fisktegund í heimi.
https://www.youtube.com/watch?v=1f7qfW–udE

Eftir þetta skemmtilega kvöld er nauðsynlegt að þakka aðstandendum hátíðarinnar fyrir að standa að svo glæsilegri kvikmyndahátíð. Nú er bara fyrir okkur veiðimenn að telja niður dagana þangað til við sjálfir getum farið og upplifað ævintýrin sem gerast á bökkum vatnasvæða hér á landi.

[email protected]