Fimmtudaginn næstkomandi þann 14. apríl fer fram í 6. sinn RISE veiðisýningin, Stærsti fluguveiðiviðburður ársins. Þessi árlega hátíð hefur skapað sér stóran sess á meðal íslenskra stangveiðimanna og fyrir marga markar hún upphaf stangveiðitímabilsins í íslenskum ám og vötnum. Á síðasta ári var slegið met í mætingu þegar að ríflega sjöhundruð manns mættu að horfa á veiðibíó og er það líklega einhver mesta mæting á sambærilegan viðburð í heiminum.
Hátíðin fer fram í Háskólabíói og hefst á veiðisýningu kl. 16:00 þar sem fjöldi fyrirtækja og veiðileyfasala kynna vörur sínar og þjónustu, sem og strauma og stefnur ársins í fluguveiðibúnaði.
Kl. 16.10 Hefst málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis við Íslandsstrendur. Framsögumenn eru þeir Orri Vigfússon, Erlendur Steinar Friðriksson, Sigurður Guðjónsson og Kjetil Hindar en fundarstjóri er Hilmar Bragi Janusson. Málþingið stendur til kl. 18:30.
info at veida.is