Hér til hliðar er myndin af þeim stóra sem veiddist á Núpasvæðinu í Aðaldalnum í gær. Hann reyndist vera 111 cm og vóg 25 pund. Eins og sést á myndinni hefur laxinn tekið mikinn lit síðan hann mætti í ánna og væntanlega misst nokkur kíló. Veiðimaðurinn heitir Lars Svendsen. Laxinn greip snælduna og tók viðureignin um 30 mínútur.
Veiðivertíðin hefur svo sannarlega farið vel af stað hvað stórlaxa snertir. Eruð þeir all nokkrir komnir á land sem eru yfir 100 cm langir. Sá sem veiddist í gær er sá lengsti á þessu sumri. Nú er spurning hvort einhver veiðimaðurinn nái að toppa þennan.