Já, þessi hér til hliðar er nýjasti risinn sem kemur uppúr íslenskri laxveiðiá nú í sumar. Þessi kom uppúr Selá fyrr í dag og mældist 109 cm. Árni Baldursson var veiðimaðurinn. Hann er vel þykkur þessi lax og slagar efalaust uppí 30 pundin. Að sjálfsögðu fékk hann að fara aftur útí ánna þegar hann hafði jafnað sig.

Í öðrum fréttum er það m.a. að Hofsá heldur áfram að gefa vel en morgunvaktin skilað 20 löxum á land. Hér á veiða.is má nálgast nokkrar stangir í Hofsá í ágúst og september. Kíkið undir laus veiðileyfi.