Það hefur vart farið fram hjá neinum að veiðin í Stóru Laxá hefur verið frábær síðustu 3 vikur, eða svo. Rosalegar aflahrotur hafa sést enda er veiðin að nálgast 1.000 laxa, samtals á öllum svæðum. Dæmi um veiðina má sjá á þessum myndum hér að neðan. Nokkrir félagar fóru á svæði I og II á dögunum, voru með tvær stangir í tvo daga. Á þessum tveimur dögum náðu þeir um 62 löxum og margir þeirra voru um 80 cm og þar yfir. Látum myndirnar tala sínu máli:

{gallery}stora{/gallery}  

[email protected]