Það er ánægjulegt að heyra að menn séu að komast að samkomulagi með veiðitímann í Þjóðgarðinum í sumar. Sú ákvörðun sem tekin var í vetur að stytta leyfilegan veiðitíma í Þjóðgarðinum leiddi til harkalegra viðbragða hjá veiðimönnum. Síðustu daga hafa fulltrúar veiðimanna í þessu máli, aðilar frá SVFR, Stangveiðifélaga og Veiðikortinu, hitt þjóðgarðsvörð til að fara yfir málið.
Samkvæmt því sem m.a. kemur fram inni á mbl.is þá felst samkomulagið m.a. í auknu veiðieftirliti á nóttunni og að veiðimenn komi einnig til liðs við veiðieftirlitið samkvæmt nánara fyrirkomulagi. Einnig er Veiðikortið tilbúið að liggja fram umbun til þeirra sem sinna því með nokkrum veiðikortum.
Lokaorð í þessu máli á Þingvallanefnd. Hún þarf að taka til baka þær breytingar sem hún hafði samþykkt til að nýtt samkomulag taki gildi.