Selá í vopnafirði á upptök sín í Selárbotnum suður af Botnafjallgarði. Rennur hún þaðan til sjávar í Vopnafirði, um 55 km leið. Selá er ein af perlunum í flóru íslenskra laxveiðiáa. Veitt er á 9 stangir í Selá og er eingöngu leyfð veiði á flugu. Stór hluti þeirra sem veiða í Selá eru erlendir veiðimenn.
Aðbúnaður allur við Selá er eins og hann getur best orðið við veiðiá. Byggingu við nýja veiðihúsið lauk í vor og er það með öllum þægindum eins og á góðu 5 stjörnu hóteli. Á dögunum fengum við skemmtilegan póst með með myndum af nýja húsinu ásamt smá kveðju frá ungum erlendum veiðimanni sem dvaldi þar við veiðar með föður sínum í ágúst.
Af veiði í Selá þetta sumarið er það að segja að áin var komin í 1.444 laxa nú þann 19. sept. Verður það að teljast góð veiði, þó svo að hærri veiðitölur hafi nú sést síðustu sumur. Stærsti lax sumarsins kom úr Selá, 109 cm að lengd, veiðimaðurinn var Árni Baldursson.
{gallery}sela{/gallery}
Frá Sebastian, 12 ára, sem veiddi í Selá sl. sumar
Hrjóstur og heiðalönd liggja að Selá sem með sínum silfurbláu gljúfrahyljum fellur til sjávar á norðausturströnd Íslands. Áin lætur lítið yfir sér þar sem hún líður áfram, en undir niðri býr magnþrungin fegurð og kraftur. Við Selá er ekki margt að sjá, aðeins kindur sem hlaupa um með gáskafull lömb – og nokkrir veiðikofar. Grjótið og melarnir hafa sinn einkennislit sem hæfir þeim vel, græni liturinn á grasinu er dekkri en á venjulegum grasflötum þéttsetinna almenningsgarða, kraftmikil og beinvaxin strá, rétt eins og þrautreyndar stríðshetjur. Á milli grasbalanna teygja sig grábrúnir móar og skarta síbreytilegum litbrigðum eftir því sem líður á daginn. Þessi fínlegu litbrigði jarðarinnar draga stöðugt til sín athyglina. Þannig er umhverfið í Vopnafirði.
From Sebastian, 12 years old English boy who fished Sela this summer
The barren emptiness of the valleys and cliffs plunge into the silvery–blue depths of the river Sela in the north-east point of Iceland. The Sela looks calm and mediocre but has a majestic heart of beauty and passion. There is nothing around the Sela, only sheep that run wild with their energetic young and the occasional fishing hut. The matted hills of this sanctuary of tranquillity hold another thing that is a joy to look at, the land itself. The stones and pebbles each own their unique colour and wear it with pride, the grass has a green that is darker than average grass you find in a crowded park far away, it looks more powerful and stands straight as a battle-hardened military officer. In between the grass there are gaps of greyish-brown than seem to change their shade very slightly throughout the ageing day but these slight changes catch the wondering eye instantaneously. This is the land ofVopnafjörður.