Þegar veiðibúðirnar fara af stað með kynningar sínar á veiðivörum, þá veit maður að veiðivertíðin er komin af stað. Um helgina stendur Veiðihornið fyrir Simms dögum annað árið í röð en þá mæta sérfræðinga frá þessu þekkta fyrirtæki og kynna vörur fyrirtækisins, ekki síst þær nýjungar sem komið hafa fram í vetur. Það er um að gera fyrir alla veiðimenn að kíkja við í Veiðihorninu um helgina. Eins og sést hér að neðan þá er verður mikið við að vera.

 

Fréttatilkynning

Dagana 20. og 21. apríl verða Simmsdagar í Veiðihorninu Síðumúla 8

Við fáum góða gesti í heimsókn en Gore-tex sérfræðingar frá Simms verða hjá okkur og leiðbeina með viðgerðir, hreinsun, meðhöndlun og geymslu. Þeir sem eiga eldri Simms vöðlur og veiðifatnað sem þarfnast viðgerða eru sérstaklega velkomnir þar sem boðið er upp á minni háttar viðgerðir og leiðbeiningar. Þá ætlum við að kynna nýjungar sumarsins frá Simms en þar er af nægu að taka.

Það verður margt fleira á döfinni um helgina.

Fulltrúar helstu veiðileyfasala landsins verða í Veiðihorninu og kynna veiðileyfin í sumar en þeir eru Hreggnasi, Lax-á, Strengir og Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
Veiðikortið kynnir vatnasvæðin innan vébanda kortsins auk þess sem sérstakt tilboð verður á Veiðikortinu um helgina.
Vefurinn Flugur.is verður kynntur rækilega. Fréttabréfið Flugufréttir verður galopið öllum á netinu þessa helgi.
Snjallir fluguhnýtarar sýna fluguhnýtingar.
Nýja Short Belly Taper línan frá Scientific Anglers verður kynnt og fluguveiðimenn hvattir til þess að prófa.
Ýmis tilboð verða á Simmsdögum Veiðihornsins auk léttra veitinga.
Veiðimenn eru hvattir til þess að koma í heimsókn á Simmsdaga Veiðihornsins dagana 20 og 21 apríl.

Allir velkomnir og ekki síst þeir sem vilja láta líta á gömlu Simms vöðlurnar sínar.