Fréttatilkynning frá Veiðivon
Það er orðið að árlegum viðburði að við fáum sérfræðingana frá Simms í heimsókn til okkar í búðina í þeim tilgangi að sýna viðhald og viðgerðir á Simms vöðlum. Í fyrra komu þeir í byrjun júní en þá var líka ákveðið að í ár kæmu þeir fyrr svo veiðimenn- og konur fengju tækifæri á því að láta yfirfara og gera við vöðlurnar sínar áður en veiðitímabilið færi af stað fyrir alvöru.
Simms dagar í Veiðivon verða haldnir í búðinni okkar dagana 20. og 21. apríl n.k., laugardag og sunnudag. Þá munu sérfræðingar Simms leiða okkur í sannleikann um viðhald og viðgerðir á Simms vöðlum og við bjóðum ykkur að koma með vöðlurnar ykkar og láta þessa snillinga kíkja á þær. Það verður heitt á könnunni eins og endranær ásamt því að Skúli Kristinsson og Stefán Hjaltested hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguveiði. Veiðifélagið Hreggnasi verður á staðnum ásamt fulltrúa leigutaka Haukadalsár og verða þeir með kynningar á veiðisvæðum sínum og lausum leyfum í sumar.
Að tilefni Simms daga verðum við svo með tilboð á völdum vörum alla helgina, m.a. nýju Short Belly Taper línunni frá Scientific Anglers sem hefur verið að koma ótrúlega vel út. Línan hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður og bjóðum við gestum og gangandi að prófa línuna úti á túni ef veður leyfir.
Búðin verður opin frá kl. 10 – 16 á laugardaginn 20. apríl og frá 12 – 16 sunnudaginn 21. apríl. Við hvetjum alla að kíkja til okkar og taka Simms vöðlurnar sínar með og láta yfirfara fyrir komandi átök.
Með veiðikveðju,
Veiðivon, Mörkinni 6.
{gallery}veidivon{/gallery}