Nú stendur sjóbirtingstíminn sem hæðst og fréttir og myndir af vænum birtingum ættu að fylla hvert gljúfur og gil, en lítið heyrist. Þeir sem tóku í dag við stöngum á veiðislóðum eystra fengu kjör aðstæður. Nú er að sjá hvort einhverjar fréttir berist. Í kvöld fengum við smá eftirmiðdagsskýrslu af veiðisvæðum SVFK. 

 

 

Aðstæður í Geirlandinu voru uppá sitt besta þegar hópur úr Keflavík mætti í ánna í dag eftir hádegi. Vatnið gott, áin tær og sjatnandi eftir vætu síðustu sólarhringana. Eins og flestir gera sem hefja veiðar í Geirlandinu byrjuðu þeir í Ármótunum. Á fyrstu 30 mínútunum settu þeir í 3 birtingu og náðu tveimur þeirra. Báðir reyndust þeir 3,3 kg. Áfram héldu þeir að reyna Ármótin en jafnframt könnuðu þeir staði ofar í ánni. Þegar heim í hús var komið í kvöld reyndist eina lífið sem þeir gátu talað um, vera það sem þeir sáu þegar þeir hófu veiðar í dag. Nú er að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hollið sem hætti veiðum í dag bókaði 2 fiska.

Ágæt veiði hefur verið í Fossálunum að undanförnu. Inná SVFK má sjá fréttir af fínum túrum þangað síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að hollið sem hætti á hádegi í dag hafi verið með um eða yfir 20 birtinga, þann stæðsta 14 pund. Þeir sem tóku við því holli náðu 5 birtingum nú síðdegis.

 

Myndirnar tvær hér með fréttinni er af birtingum tveimur sem komu á land í Geirlandinu í dag.