Síðustu ár hefur all nokkur umræða átt sér stað um hnignun sjóbleikjustofna við landið og hefur umræðan oft alhæft í þátt átt að niðursveiflan eigi við um alla landshluta. Síðustu 2 sumur hefur þó borið eilítið á meiri bjartsýni og þykjast sumir sjá bata og betri heimtur bleikjunnar. Ef reynt er að rýna í veiðitölur í gögnum veiðimálastofnunar má glögglega sjá að í sumum landshlutum hefur lítil breyting orðið á heildarveiðitölum bleikju síðustu 10 ár, þó töluverðar sveiflur geti verið á milli ára. Gögnin sína einnig að ákveðin niðursveifla var almennt á árunum 2005-2007 en einnig að veiðin hefur tekið vel við sér síðan þá, í flestum landshlutum.

En svona til glöggvunar skulum við bera saman þróun veiðitalna á Austur- og vesturlandi.

Sveiflurnar hafa verið töluverðar síðustu 10 ár en árið 2010 var heildarveiði á Austurlandi sambærileg veiðinni á því svæði árið 2000 en aftur á móti var heildarveiði á Vesturlandi árið 2010 ekki nema rétt þriðjungur af veiðinni árið 2000. Sambærilega sögu er hægt að segja um þróun veiði á vestfjörðum en árið 2000 veiddust 2.259 bleikjur á svæðinu í samanburði við 736 árið 2010.

Svo skulum einnig skoða heildarveiðitölur bleikju á norðurlandi, 2000-2010.

Eins og sést þá hefur veiðin dregist nokkuð saman á þessu árabili, eða á bilinu 32-39%.
Á næstu dögum munum við rýna nánar í tölur veiðimálastofnunar og munum við þá m.a. skoða þróun í hinum ýmsu bleikjuám.

Inná veiða.is er hægt að finna upplýsingar um margar af betri bleikjuám landsins.