Það marg borgar sig að skrá sig á póstlista veiða.is, lífið gæti tekið óvænta og skemmtilega stefnu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir var í viðtali í Flugufréttum í dag. Skráning hennar á póstlista veiða.is hafði mikil áhrif á líf hennar í sumar. Í viðtalinu segir m.a.: „Veiðibakterían heltók Ólöfu í vor þegar hún fór með fjölskyldunni í Fremri-Laxá. Hún segist lengi haft áhuga á veiði en aldrei náð neinum árangri. „Fyrir einhverja rælni skráði ég mig á einhvern póstlista og fékk tilboð um veiði í Fremri-Laxá. Ef ég man rétt var þetta 50% afsláttur og veiðin var með dags fyrirvara“.
Þetta var póstlisti veiða.is sem hún skráði sig á. Ólöf fékk veiðibakteríuna í Fremri Laxá, enda erfitt að smitast ekki þar. Mörgum stundum hefur hún varið á bökkum veiðivatna og áa í sumar, með stöng í hönd og yfirleitt veitt vel. Í ágúst náði hún svo maríulaxinum sínum í Brúará fyrir landi Spóastaða, eins og við sögðum frá hérna.