Angling iQ er nýtt íslenskt smáforrit fyrir veiðimenn sem hefur verið í smíðum undanfarna mánuði og var það gefið út í gær, 8. október. Angling iQ gerir notendum kleift að skrá veiðina sína í snjallsíma og deila með öðrum notendum upplýsingum um fiskana sem þeir veiða sem og halda utan um beitur, vatnasvæði, veiðiferðir og stemningsmyndir úr veiðinni.
Nýverið hlaut Angling iQ verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóð sem ætlaður er til að styrkja við smíði og þróun á hugbúnaðinum.
Angling iQ hefur fengið gríðarlegar góðar viðtökur hjá veiðimönnum og hefur appið verið gefið út í App Store fyrir iOS snjalltæki og Google Play fyrir Android snjalltæki. Við hvetjum alla veiðimenn til að kynna sér þetta app nánar.
info at veida.is