Bíldsfellssvæðið er eitt albesta veiðisvæðið í Soginu. Veitt er á 3 stangir á þessu svæði og leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Veiðisvæðið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó svo að flestir sem veiða það yfir sumarið séu þar fyrir laxinn, þá veiðist bleikja þar einnig jafnt og þétt allt tímabilið. Mjög gott veiðihús fylgir leyfum á svæðinu. Veiðitími er frá „hádegi til hádegis“. Nú eru nokkir dagar á þessu svæði komnir í sölu hér á vefnum. Um er að ræða daga í júlí. Þessa daga má sjá hérna.