Veiðin á Torfastaðasvæðinu í Soginu hefur verið góð undanfarna daga og vikur, þó svo að hráslagalegt veður í sumar hafi haft sín áhrif. Veiðimaður sem var við ána í gær í bongóblíðu átti mjög góðan dag. Fiskur var í uppítöku á öllu neðra svæðinu og hann endaði daginn með um 20 fiska í háfnum og marga mista. Á venjulegum degi þá eru veiðimenn að leita af bleikjunni með púpum, fyrst og fremst en oft má setja í fiska á þurrflugu á svæðinu.

Einstaka laxa hefur komið á land í sumar og í gær sást til laxa á mið og efra svæðinu en ekki var reynt sérstaklega við þá.

Hérna má finna lausa daga á Torfastaðasvæðið.