Sogið er ein þekktasta veiðiá á Íslandi og í mörg ár var hún ein albesta laxveiðiá landsins. Í Soginu má einnig finna sterkan bleikjustofn og eru kusurnar sem veiðast í ánni þekktar langt út fyrir landsteinana. Sjóbirtingur og staðbundinn urriði veiðist einnig í ánni. Veiðisvæði árinnar eru nokkur og skiptast eftir þeim jörðum sem land eiga að ánni.
Alviðrusvæðið er 3ja stanga svæði en í sumar verður það einungis veitt með 2 stöngum. Stangirnar 2 eru yfirleitt seldar saman í pakka. Seldir eru stakir dagar. Best veiði er oft á göngutíma laxins, frá lokum júní og fram í miðjan ágúst.
Verð laxveiðileyfa á Alviðrusvæðið er með því hagstæðara sem sést í laxveiði á Íslandi. Stangardagurinn kostar á bilinu 24.200 til 34.100.
Fínt veiðihús er fyrir landi Alviðru – það fylgir ekki með leyfunum en hægt er að bóka það sérstaklega.
Hérna má finna veiðileyfa á Alviðrusvæðið frá 20 júní og fram til loka ágúst.