Einn stærsti lax síðari tíma hér á landi kom á land á Nessvæðinu í Aðaldalnum í dag. 115 cm bolti sem Ásgeir Heiðar setti í og landaði. Ótrúlega flottur fiskur, bjartur og þéttur. Til hamingju.

Eitthvað er um lausar stangir á svæðinu og er um að gera fyrir áhugasama að ná sér í þær. Byrjunin í sumar er ein sú besta á svæðinu í 30 ár.

[email protected]