Steinsmýrarvötn eru eitt besta silungsveiðisvæði á suðurlandi. Á svæðinu veiðist bæði sjóbirtingur, staðbundinn urriði og bleikja og sjóbleikja. Sjóbirtinginn má helst finna á vorin og svo aftur frá því að hann fer að ganga í byrjun ágúst.

Veiðin í Steinsmýrarvötnum hefur oft verið gríðarlega góð. Veitt er með 4 stöngum á svæðinu og hafa stangirnar 4 oft skilað 700-1.000 skráðum fiskum yfir tímabilið. Leyfilegt er að veiða á flugu á svæðinu. Verði veiðileyfa er stillt í hóf en dagstöngin kostar einungis kr. 9.000

Hérna má finna laus holl í Steinsmýrarvötnum.