HÉR ERU UPPLÝSINGAR UM NORÐURÁ OG VEIÐILEYFI Í ÁNNI

Nú telja menn niður að opnun fyrstu laxveiðiánna og eftirvæntingin eykst með hverjum deginum sem líður. Norðurá er önnur þeirra Áa sem ríður á vaðið í byrjun Júní. Sumarið í sumar er síðasta ár samnings veiðifélags Norðurár við SVFR og síðustu fréttir eru þær að engar líkur séu á að framhald verði á því samstarfi. Veiðifélag Norðurár fundaði í gærkvöldi og eftir því sem kemur fram í fréttatilkynningu sem veiðifélagið hefur sent frá sér, þá hefur stjórn félagsins verið falið að sjá um sölu veiðileyfa í samvinnu við Einar Sigfússon. Sjá tilkynninguna að neðan:

Fréttatilkynning

Félagsfundur í Veiðifélagi Norðurár ákvað að fela stjórn að sjá um sölu veiðileyfa í samvinnu við Einar Sigfússon. Ákveðið var fara þessa leið í ljósi þeirrar óvissu sem er framundan. Jafnfram verður stefnt að því að byggja upp og bæta aðstöðuna fyrir veiðimenn eftir því sem geta leyfir.

Nú standa veiðiréttareigendur við Norðurá á krossgötum. Fyrir liggur að löngu samstarfi við SVFR lýkur í haust á þeim nótum sem verið hefur. Þeir hafa unnið ómælt starf við ána, bæði stjórnir og árnefndir. Stjórn Veiðifélags Norðurár vill sérstaklega þakka þeim samvinnuna í gegnum tíðina og óskar SVFR alls hins besta um ókomin ár.

[email protected]