Stóra Laxá í Hreppum er ein þeirra áa sem lokaði nú 30. september. Síðustu 3 vikur veiðitímabilsins voru ævintýralegar í ánni en veitt er á 10 stangir í Stóru Laxá á 4 svæðum. Svæði I og II eru veidd saman en þar eru 4 stangir. Á svæði III eru 2 stangir og á svæði IV eru 4 stangir. Nú er eingöngu veitt á flugu í Stóru Laxá.
Þann 6. september var búið að skrá 350 laxa í bækur stóru Laxá en þann 30. september var talan komin í 673 laxa. Hollin sem veiddu síðustu daga tímabilsins voru með á bilinu 35-61 laxi. Félagsskapur sem nefndur er Sogsmenn fóru í Stóru laxá í þrígang í lok september á svæði I-II og lönduðu samtals 122 löxum. Margir af þeim löxum voru 80-100 cm. að lengd. Þess má geta að um 87% allra laxa sem veiddust í Stóru Laxá í sumar fengu að fara aftur útí ánna. Lokatölur í ánni í fyrra voru 766 laxar.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá Stóru Laxá nú í september.
{gallery}storalaxa{/gallery}