Breiðdalsá opnaði í gær, 1. júlí. Fjórir laxar komu á land á opnunardaginn, þar á meðal þessi 99cm og 10,4 kg. hængur. Var hann viktaður og mældur vandlega áður en honum var sleppt aftur í ána. Þessi lax er klárlega einn sá stærsti sem sögur fara af á þessari vertíð. Veiðimaðurinn var Nils Jörgenson og veiddi hann laxinn í Klapparhyl. Þrír laxana í gær komu á Sunray Shadow og einn á Kolskegg túpu.