Eins og við höfum áður sagt að þá ert tími stórlaxana kominn. Við erum búin að sjá nokkra flotta úr Vatnsdalnum, Aðaldalnum, Hofsá og víðar, að undanförnu, en þessi er úr Jöklu. Hann kom á land í gær í Arnarmel og reyndist 102 cm. Gríðarlega flottur Hængur. Veiðimaðurinn heitir Joe Coletta og er frá Kandada. Þess má geta að um leið og laxinn tók, þá datt hjólið af stönginni og upphófst þá að sjálfsögðu mikið panic við að koma hjólinu aftur á, en það tókst sem betur fer fljótt og vel.
Eitthvað er um lausar stangir í Jöklu á næstunni og er um að gera fyrir áhugasama að tékka á því.