Stóra Laxá í Hreppum hefur s.s. átt betri sumur og oft höfum við nú heyrt af meiri veiði í september en nú í haust, en hún hefur samt átt sína spretti. Nú eru líklega komnir ca. 440 laxar uppúr ánni á stangirnar 10, þar á meðal þessir 3 stórlaxar sem við sjáum hér á síðunni.
Það magnaða við þessa 3 laxa er m.a. það að sami veiðimaðurinn veiddi þá alla. Reynir M Sigmundsson heitir hann. Var hann á ferðinni á svæði I-II 6-8. sept og svo aftur 13-15. Í fyrri túrnum náði hann einum 93 cm sem er hér til hliðar en einnig einum 96 cm. Í seinni túrnum náði hann svo öðrum 93 cm. Hængarnir komu á land í Bergsnös, Brúarstreng og Laxárholti.
Ekki verður annað sagt en veiðigyðjan hafi verið með honum Reyni í haust.
{gallery}storalaxa1{/gallery}