Aftur fór útboð Orkuveitunnar á stórurriðasvæðinu í Þingvallavatni undir ratar margra á þessum veiðimarkaði. ION Hótel var með svæðið í vor og sumar eftir útboð sem lítið fór fyrir, en var töluvert umdeilt eftir að af því fréttist. Fyrir hádegi rann út frestur til að skila inn tilboðum í svæðið. Útboðið var til næstu 3ja ára. Þó svo að það hafi ekki fengist staðfest, þá er talið að ION Hótel hafi einnig verið með hæsta tilboð í þessu útboði. Það mun efalaust skýrast á næstu dögum/vikum, hvernig málum verður háttað á svæðinu á næsta tímabili.

Svæðið var ágætlega stundað í sumar og ljóst að mikill fjöldi urriða kom á land í víkunum tveimur og voru margir þeirra mjög stórir. Eitt sem virtist þó vanta í sumar var bæði að afli væri skráður með einhverjum hætti og að eftirlit væri með veiðisvæðunum. Vonandi verður bætt úr því fyrir komandi tímabil.

[email protected]