Veiðifélag Straumfjarðarár í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur óskað eftir tilboðum í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins fyrir árin 2014 – 2018, að báðum árum meðtöldum. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 20. ágúst 2013 kl. 14:00. Tilboðin verða síðan opnuð mánudaginn 26. ágúst.
Straumfjarðarár er gjöful laxveiði en hún rennur úr Baulárvallarvatni og uppsprettum Köldukvíslar í Kerlingarskarði auk þess sem fjöldi smárra lækja og áa rennur í Straumfjarðarár. Veitt hefur verið með 4 stöngum í ánni og eingöngu hefur verið leyfilegt að nota flugu. Meðalveiði síðustu 10 ára er um 400 laxar.
Veiðin í sumar hefur farið mjög vel af stað. Þann 17. júlí voru 214 laxar komnir á land en 238 laxar veiddust allt síðasta sumar. Hér að framan er einn af þeim stærri í Straumu í sumar.