Eins og við sögðum frá fyrir viku þá tókst útboð um veiðirétt í Straumfjarðará mjög vel. Fjórtán tilboð bárust og 10 þeirra voru hærri en fyrri samningur. Veiðifélagið fundaði í gær og ákvað að fela stjórn þess að ganga til viðræðna við Snasa ehf sem var með hæsta tilboðið sem barst. Snasi er einnig núverandi leigutaki árinnar. Hækkun leiguverðs frá fyrri samningi er um 20% og ef samningar nást þá mun leiguverð á ári nema hátt í 26 m, að meðaltali á samningstímanum.
Veiðin í Straumfjarðará er búin að vera frábær í sumar og eru nú yfir 700 laxar komnir á land. Í fyrra veiddust 238 laxar. Veitt er með 4 stöngum í Straumfjarðará og leyfilegt agn er fluga.