Jæja, þá er komið að því að veiðisumarið hefjist fyrir alvöru. Nei, laxveiðitímabilið er ekki að hefjast heldur eru „sumardagar Veiðihornsins“ um helgina, alvöru veisla fyrir veiðimenn. Í hugum margra veiðimanna markar þessi helgi upphaf veiðisumarsins. Dagskrá helgarinnar er óhemju vegleg og hvetjum við alla sem einhvern áhuga hafa á stangveiði, að kíkja í Veiðihornið um helgina. Sjá nánar hérna.

 

Fréttatilkynning

Sumardagar Veiðihornsins
Sumardagar Veiðihornsins verða haldnir á ný fyrstu helgina í júní. Síðasta sumar voru sumardagarnir haldnir í samstarfi við Simms en að þessu sinni höldum við sumardaga í samstarfi við Sage, Rio og Redington.

Af þessu tilefni koma í heimsókn til okkar tveir af bestu flugukösturum veraldar í dag. Þetta eru þeir Jerry Siem sem er yfir stangahönnuður hjá Sage og Simon Gawesworth frá Rio.

Jerry hefur verið með puttana í grafíti í áratugi og óhætt er að fullyrða að enginn veit meira um grafít og flugustangagerð en Jerry. Jerry kastar flugulínu tugi metra án þess að nota flugustöng. Maður sem getur það hefur skilning á eðlisfræðinni og veit hvað skilur á milli góðra flugustanga og annarra.

Simon Gawesworth er nafnið á bak við Rio flugulínurnar. Simon er einn virtasti leiðbeinandi í fluguköstum í dag og hefur haldið námskeið og sýningar út um allan heim. Eftir Simon liggur frábært kennsluefni í fluguköstum bæði á bókum og DVD.

Við leyfum okkur að fullyrða að Jerry Siem og Simon Gawesworth eru stærstu nöfn í fluguveiðiheiminum sem komið hafa til Íslands árum saman. Það er okkur mikill heiður að fá þessa menn til landsins. Auk þeirra Jerry Siem og Simon Gawesworth verður Marc Bale einn æðsti yfirmaður Sage á staðnum en Marc mun segja frá Sage flugstöngunum, Rio línunum og Redington veiðivörunum.

Á Sumardögum Veiðihornsins verða einnig fjölmargir viðburðir.

  • Ótrúlega góð tilboð á öllum Sage stöngum, öllum Rio línum og öllum vörum frá Redington en bara þessa helgi.
  • Helstu veiðileyfasalar landsins kynna veiðimöguleika sumarsins.
  • Steingrímur Einarsson verður á staðnum með Einarsson hjólið. Eldri gerðir verða á sérstöku tilboði
  • Ingimundur Bergsson kynnir Veiðikortið 2013
  • Einar Guðnason segir frá námskeiðum Veiðiheims
  • Engilbert Jensen hnýtir leynivopnin
  • Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslusnillingur, heitreykir lax og silung
  • Happdrættispottur fullur af frábærum vinningum. Veiðileyfi, Redington stangasett og.fl. Aðalvinningur er Sage ONE að verðmæti 119.000 krónur
  • Rio línuleikur. Simon Gawesworth gefur einum viðstöddum flugulínu á heila tímanum alla helgina
  • Við fírum upp í grillinu af og til
  • Veiði 2013 – 72 blaðsíðna bæklingur Veiðihornsins verður frumsýndur og gefinn viðstöddum

Með öðrum orðum skemmtun og fróðleikur fyrir alla fjölskylduna.

 

Veisla í Veiðihorninu – Tökum á móti veiðisumrinu með Sage – Rio – Redington

http://vimeo.com/27843316
http://vimeo.com/26791493
http://vimeo.com/44832752
http://vimeo.com/34910001