Nú er hvert veiðisvæðið á fætur öðru að koma í sölu hér inn á veiða.is. Nú um helgina komu dagarnir í Brúará, fyrir landi Spóastaða, í sölu inná vefinn. Í vikunni hefst svo forsala á veiðileyfum í Hlíðarvatni. Verð veiðileyfa í Brúará er óbreytt á milli ára. Stangardagurinn í vorveiðinni er á kr. 2.700 og sumarleyfin kosta kr. 3.300. Hér á myndinni við hliðana, má sjá erlendan veiðimann með væna bleikju sem tók brúna vínilpúpu, á eyrinni fyrir ofan brúna. Þessi veiðistaður gaf marga fiska í sumar.

Hér má sjá lausa daga í Brúará.

[email protected]