Svartá í Skagafirði kemur í vefsöluna hér á veiða.is nú í vikunni. Svartá rennur um hinn forna Lýtingsstaðahrepp, um Tungusveit og Neðribyggð; með þjóðvegi 752. Beygt er inn á hann frá þjóðvegi 1, skammt sunnan við Varmahlíð. Liðlega 300 km frá Reykjavík. Svartá er fyrst og fremst Urriðaá þó bleikja finnist einnig í ánni. Veitt er með 4 stöngum í ánni en veiðisvæðið spannar um 20 km. Ekkert veiðihús er við Svartá en ýmsir gistimöguleikar eru samt á svæðinu. Aðeins er leyfilegt að veiða á flugu í Svartá.

Hér er hægt að lesa nánar um Svartá og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá ánni.

{gallery}svarta{/gallery}

[email protected]