Veiðivertíðinni lauk fyrir um 2 vikum í Svartá í Skagafirði. Svartá er 4ra stanga urriðaá en eina leyflega agnið í ánni er fluga. Síðustu árin hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu árinnar og liður í henni er að öllum fiski er sleppt aftur í ána. Sumarið í sumar var líklega það besta í Svartá á síðari tímum. Margir urriðar veiddust í ánni í sumar, bæði stórir og smáir fiskar. Lokatölur árinnar liggja ekki fyrir því enn er verið að fara yfir veiðibækur árinnar og bíða eftir skýrslum frá veiðimönnum.
Bæði erlendir og innlendir veiðimenn veiddu Svartá í sumar. Stangarverðið var einungis kr. 7.500 sem þykir ekki mikið fyrir góða urriðaá hér á landi. Myndirnar hér að neðan eru frá heimsókn 2ja Austurríkismanna í ána um miðjan ágúst. Settu þeir í fjöldan allan af fiskum þann dag sem þeir veiddu og hér eru nokkrir þeirra stærstu. Sá lengsti reyndist 70 cm langur og er líklega sá lengsti sem veiðst hefur í Svartá.
{gallery}svarta2{/gallery}