Veiðimenn sem köstuðu flugum sínum fyrir urriðana í Svartá í Skagafirði síðasta sumar urðu sjaldnast fyrir vonbrigðum. Enda sýna mælingar að stefnan sem tekin var við ræktun stofnins í ánni fyrir nokkrum árum hefur borgað sig, fiskarnir fara stækkandi og þeim fjölgar. Og þegar veiðimenn hitta á góðar aðstæður og vanda sig, þá geta þeir lent í ævintýrum. Sem dæmi veiddu veiðimenn sem voru með stangirnar fjórar í júli í fyrrasumar, og stunduðu ána á afar afslappaðan hátt, 54 urriða. Og þeir stærstu voru yfir 60 cm langir.

Veiðileyfin í Svartá eru ný viðbót við flóruna hérna á veiða.is en veitt er á 4 dagstangir í Svartá og leyfilegt agn er fluga. Verð veiðileyfa í Svartá er á afar sanngjörnu verði en stangardagurinn er á kr. 7.500. Upplagt er fyrir veiðimenn sem eiga leið norður eða suður, að stoppa við í Skagafirðinum og renna fyrir urriðann í Svartá.

{gallery}svarta{/gallery}

Hér má sjá nánari upplýsingar um Svartá og hér eru lausir dagar. Fyrir frekari upplýsingar, sendið póst á [email protected]

[email protected]