Straumarnir eru nú á leiðinni frá SVFR yfir til Stara ehf sem nú í dag eru leigutakar Þverá/Kjarrá, auk Brennu. Starir hafa gert samning við eigendur Straumana í Hvítá um leigu á svæðinu til ársins 2018. SVFR hefur haft svæðið á leigu í mörg ár en samningur þess efnis rennur út í lok sumars. Svæðið fór ekki í útboð. Straumar eru vatnamót Norðurár, Gljúfurár og Hvítár. Meðal breytinga sem verða á svæðinu er að eingöngu verður veitt á flugu og 3 laxa kvóti verður á dag, auk þess sem öllum laxi yfir 70 cm skal sleppt aftur. Hér að neðan er fréttatilkynning sem barst frá Starir ehf.

 

Fréttatilkynning
Landeigendur Straumana í Hvítá í Borgarfirði og eigendur Stara ehf. hafa skrifað undir leigusamning til fimm ára um stangveiðrétt við Straumana í Hvítá í Borgarfirði vegna áranna 2014 – 2018. Starir ehf. taka nú þegar við sölu veiðileyfi í Straumunum frá og með sumrinu 2014. Veiðisvæði Strauma er fornfrægt veiðisvæði við ármót Norðurár og Hvítar í Borgarfirði og er veitt með tveimur stöngum. Undanfarinn fimm ár hefur meðalveiði á ári verið 344 laxar auk talsvert af sjóbirtingi síðsumars. Það gerir 172 laxa veiði á stöng, sem skipar Straumum í flokk með einum aflahæstu laxveiðistöðum landsins mælt í veiði á stöng. Starir ehf. er leigutaki Þverár, Kjarrár og Brennunnar í Borgarfirði. Starir ehf er félag í eigu Davíðs Mássonar, Halldórs Hafsteinssonar og Ingólfs Ásgeirssonar. Nú hafa Straumarnir bæst við framboð Stara á laxveiðileyfum í Borgarfirði.

Þess má geta að veiðin í Straumunum er nú þegar komin í um 360 laxa sem er yfir meðaltali svæðisins.

[email protected]