Það er þögn í loftinu. Jafnvel smá hljóð. En samt vita þeir sem geta hlustað að það er ýmislegt að gerast. Síðan snemma í haust hafa verið þreyfingar útum allt land á milli veiðiréttarhafa og leigutaka ánna, þó þær hafi ekki farið hátt í opinberri umræðu. Niðurstaða þessara viðræðna munu alls ekki í öllum tilvikum verða gerð opinber, en þó má vænta einhverra frétta á næstu vikum og mánuðum.
Þessar þreyfingar snúa ekki eingöngu að stóru laxveiðiánum heldur að öllum helstu veiðisvæðum landsins, stórum sem smáum. Veiðileyfasala gengur almennt ekki nógu vel og líkur eru á sumarið í sumar verði ekki eitt af þessum topp laxveiðisumrum, þó það gætu nú alveg verið í meðallagi gott. Þessar þreyfingar eru fyrst og fremst leið leigutaka til auka líkur á að lifa þennan storm af. Boginn var spenntur allt of hátt og nú er að sjá hvort veiðifélögin séu ekki að átta sig á því að þau þurfa, eða verða, að koma til móts við leigutaka um lækkun leiguverðs. Það er allra hagur. Sagan segir að það séu enn til þeir aðilar innan Landssambands Veiðifélaga sem eru ekki búnir að átta sig á alvarleika þeirra stöðu sem er uppi og vilja alls ekki koma til móts við leigutaka. En það á sem betur fer ekki við öll veiðifélög innan LV.
Næstu fimm mánuðir verða örlaga mánuðir fyrir marga sem starfa á íslenskum veiðimarkaði.