Eitthvað hlýtur minnið að vera að svíkja mig en mér finnst eins og veiðin nú í maí fari betur af stað í vötnunum í kringum Reykjavik, heldur en oft áður. Einnig eru ýmsar ár að gefa fína veiða.is. Vötn eins og Þingvallavatn, Elliðavatn, Hlíðarvatn og Vífilsstaðarvatn eru að gefa vel og ár eins og Varmá og Brúará eru að gefa fína fiska. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá síðustu dögum: Emil Gústafsson og Haraldur Eiríksson með urriða úr Þingvallavatni. Bleikjur úr Hlíðarvatni. Bleikjur úr Þingvallavatni. Urriðar úr Elliðavatni og Marel Ragnarsson með bolta bleikju úr Varmá.

{gallery}Fiskar{/gallery}

[email protected]