Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. tillögur þjóðgarðsvarðar er varða breytingar á veiðireglum í Þingvallavatni fyrir þeirra landi. Veiðitíminn mun hefjast 20. apríl nk. í staðinn fyrir 1. maí. Frétt þess efnis birtist á vef Veiðikortsins í dag.
Jafnframt mun veiðitímabilið 20. apríl til 31. maí verða fluguveiðitímabil og verður skylt að sleppa öllum urriða. Bannað verður að nota annað agn en flugu á þessu tímabili. 1. júni verður opnað fyrir maðka og spúnaveiði.
Þessar breytingar eru fyrst og fremst hugsaðar til að vernda urriðastofninn í vatninu.
Nú er um að gera fyrir alla fluguveiðimenn að ná sér í VEIÐIKORTIÐ 2014, það er engin ástæða að bíða með það. Við minnum á að þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá kortið á kr. 5.990.
Hér eru svo tvö góð flugubox til að taka með sér í vatnið í vor.