Þingvallavatn opnaði á Páskadag í snjó og páskahreti. Lítil veiði var fyrsta daginn en þegar fór að hlýna á annan í páskum fórum við að heyra af smá veiði. Veðurspáin fyrir vikuna er svo fín svo líklegt má telja við förum að sjá fleiri myndir af risa urriðum úr Vatninu. Þessi hér til hliðar kom á land í Vatnskoti í gær og tók hann Black Ghost. Reyndist hann 65 cm langur. Veiðimaðurinn heitir Emil Gústafsson. Fengum við myndina lánaða á FB-síðu Veiðikortsins.
Eins og flestir vita þá er veiðisvæði Þjóðgarðsins inni í Veiðikortinu 2014. Það er einfalt að ná sér í kortið og það kostar sáralítið. Sjá nánar hérna.